„Það er mjög svekkjandi en það bjóst enginn við þessu fyrir leik," sagði Sigurður Hrannar Björnsson markvörður Hattar eftir að hafa tapað 2-0 gegn Víkingi í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 Höttur
„Við komum hingað fyrst og fremst til að hafa gaman af því að spila fótbolta, engin press á okkur og við höfðum engu að tapa."
„Svo þegar við sáum að við gátum haldið hreinu svona lengi þá ætluðum við að fara með það í vító, en það gekk ekki upp í dag. En næstum því."
Aron Gauti Magnússon fékk að líta rauða spjaldið á 88 mínútu og Höttur því manni færri í framlengingunni.
„Ég held að þetta hafi verið rautt þó ég hafi verið að æsa mig. Maður verður alltaf að mótmæla þá gerir dómarinn eitthvað fyrir okkur. Við vorum búnir að verjast í 90 mínútur og að þurfa að verjast 10, þá var erfitt að skora en markmiðið var að fara í vító."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan..
Athugasemdir























