Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Portúgalska deildin hefst í dag
Mynd: Getty Images
Portúgalska deildin, sem oft er talin sem sjötta besta deild Evrópu eftir þeirri frönsku, fer aftur af stað í dag eftir rétt tæpa þriggja mánaða pásu vegna Covid-19.

Portúgal slapp ansi vel við veiruna og hafa tæplega 1500 manns látist í heildina.

Boltinn byrjar að rúlla klukkan 18:00 þegar Portimonense tekur á móti Gil Vicente. Eftir þann leik er svo komið að Porto, sem heimsækir Famalicao.

Titilbaráttan er æsispennandi í ár og er Porto með eins stigs forystu á Benfica þegar tíu umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Famalicao hefur verið að gera fína hluti á tímabilinu og er í sjöunda sæti.

Leikir dagsins:
18:00 Portimonense - Gil Vicente
20:15 Famalicao - FC Porto
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner