banner
   lau 03. júní 2023 08:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óskar Hrafn í hádegiskaffi á X977 eftir hitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, kemur í hádegiskaffi í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 í dag. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon stýra þættinum sem er milli 12 og 14 alla laugardaga.

Allt ætlaði um koll að keyra eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings í gær en Víkingar voru tveimur mörkum yfir þegar vel var liðið á uppbótartíma.

Allt sauð upp úr en mikill hiti er milli þessara liða, sumir kalla það hatur. Fróðlegt verður að heyra í Óskari þegar einhverjir fimmtán klukkutímar verða liðnir frá þessari svakalegu viðureign.

Í seinni hluta þáttarins er svo farið yfir aðra leiki umferðarinnar. Sæbjörn Steinke bætist þá við í fiskabúrið, hljóðver X977.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner