Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 03. júlí 2020 22:26
Anton Freyr Jónsson
Albert Hafsteins: Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Mynd: Fram
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Albert Hafsteinsson var ánægður að leikslokum eftir sigurinn í kvöld.

„Þessi leikur var ekkert svakalega vel spilaður af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við missum 3 menn útaf í fyrri hálfleik og þurftum að grafa djúpt í hópinn, erum í meiðslum nú þegar, þetta var liðssigur og vel skipulagður og við gáfum allt í þetta."

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og var Albert spurður hvað Framarar hafi rætt í hálfleik.

„Þeir í raun og veru leysa pressuna okkar alltof auðveldlega og við vorum að pressa á of fáum mönnum, mér fannst þeir droppa meira í seinni hálfleik og það gaf okkur tíma til þess að spila meira og mér fannst það breytast eftir það og þá komum við okkur inn í leikinn og að lokum siglum við þessu."

Albert Hafsteinsson skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir rétt tæplega klukkutíma leik en hvað hugsaði hann þegar hann fékk boltan fyrir utan teiginn?

„Ég hugsaði nú bara um leið og hann droppaði honum að koma honum sem best fyrir mig til að koma honum í skotið og hitta á markið sem gerðist."

Framarar eru með fullt hús eftir fyrstu 3.umferðirnar og var Albert spurður hvort það gefi ekki liðinu „byr undir báða vængi" fyrir framhaldið í deildinni.

„Jájá það er klárt, þetta eru kannski leikir sem við fyrirfram ættum að vinna, en það er ekkert sjálfgefið í þessari deild."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner