Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 03. júlí 2020 22:26
Anton Freyr Jónsson
Albert Hafsteins: Það er ekkert sjálfgefið í þessari deild
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram
Mynd: Fram
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Albert Hafsteinsson var ánægður að leikslokum eftir sigurinn í kvöld.

„Þessi leikur var ekkert svakalega vel spilaður af okkar hálfu, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, við missum 3 menn útaf í fyrri hálfleik og þurftum að grafa djúpt í hópinn, erum í meiðslum nú þegar, þetta var liðssigur og vel skipulagður og við gáfum allt í þetta."

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og var Albert spurður hvað Framarar hafi rætt í hálfleik.

„Þeir í raun og veru leysa pressuna okkar alltof auðveldlega og við vorum að pressa á of fáum mönnum, mér fannst þeir droppa meira í seinni hálfleik og það gaf okkur tíma til þess að spila meira og mér fannst það breytast eftir það og þá komum við okkur inn í leikinn og að lokum siglum við þessu."

Albert Hafsteinsson skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir rétt tæplega klukkutíma leik en hvað hugsaði hann þegar hann fékk boltan fyrir utan teiginn?

„Ég hugsaði nú bara um leið og hann droppaði honum að koma honum sem best fyrir mig til að koma honum í skotið og hitta á markið sem gerðist."

Framarar eru með fullt hús eftir fyrstu 3.umferðirnar og var Albert spurður hvort það gefi ekki liðinu „byr undir báða vængi" fyrir framhaldið í deildinni.

„Jájá það er klárt, þetta eru kannski leikir sem við fyrirfram ættum að vinna, en það er ekkert sjálfgefið í þessari deild."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner