Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Noregur: Adam Örn í sigurliði - Lilleström sigraði einnig
Adam í treyju Gornik Z. á síðustu leiktíð.
Adam í treyju Gornik Z. á síðustu leiktíð.
Mynd: Adam Örn Arnarson
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í norsku Obos-deildinni, næstefstu deild í kvöld. Það voru Lilleström og Tromsö.

Lilleström heimsótti Grorud í dag og tók öll þrjú stigin með 0-1 útisigri. Arnór Smárason er á mála hjá Lilleström en hann var fjarri góðu gamni í kvöld.

Í Tromsö var Adam Örn Arnarson í byrjunarliði heimamann sem tóku á móti Raufoss.

Heimamenn sigruðu leikinn með einu marki gegn engu og kom markið á 29. mínútu. Adam lék allan leikinn í liði Tromsö og fékk að líta gult spjald á 68. mínútu.

Heil umferð fór fram í dag og var það fyrsta umferð deildarinnar. Adam gekk í raðir Tromsö í vetur frá pólska félaginu Gornik Z.

Sjá einnig:
Adam: Við Böddi og Árni gætum skrifað bók um þvæluna í Póllandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner