Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 03. júlí 2020 22:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Pirringur í leiknum
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir góða byrjun í Lengudeildinni var Keflavík kippt niður á jörðina þegar liðið þurfti að sæta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn Leikni R. á Nettóvellinum í kvöld. Það skal því engan undra að það var heldur brúnaþungur þjálfari Keflvíkinga Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem mætti í viðtal hjá fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst við fá alveg fullt af færum í þessum leik til að geta gert betur heldur en þetta en líka svekkjandi seinna markið þeirra sem kemur af mjög löngu færi og mér fannst við eiga gera betur á ýmsum sviðum í dag. Vorum aðeins off í dag fannst mér, kannski þreyta enda búið að vera mikið af leikjum en og við keyrt á svipuðu byrjunarliði.“

Í lið Keflavíkur vantaði nokkra sterka pósta í dag eins og til að mynda Frans Elvarsson og Magnús Þór Magnússon

„Já við lendum í því líka að Kian Williams sem átti að byrja hjá okkur var meiddur það vantar þessa þrjá lykilmenn hjá okkur en við verðum bara að sjá hvað þeir verða lengi að ná sér en það verður einhver tími allavegana.“

Keflavíkurliðið fékk þó nokkur gul spjöld í leiknum og virkaði heldur pirrað. Voru Keflvíkingar ósáttir með störf dómara leiksins.?

„Nei ég segi nú alltaf við liðið okkar að við eigum að fókusera á leikinn og láta dómarann eiga sig en það er rétt þá var dálítill pirringur í leiknum og það er eitt af því sem við getum lært af að gera betur þar.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir