Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 03. júlí 2020 22:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Pirringur í leiknum
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir góða byrjun í Lengudeildinni var Keflavík kippt niður á jörðina þegar liðið þurfti að sæta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn Leikni R. á Nettóvellinum í kvöld. Það skal því engan undra að það var heldur brúnaþungur þjálfari Keflvíkinga Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem mætti í viðtal hjá fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst við fá alveg fullt af færum í þessum leik til að geta gert betur heldur en þetta en líka svekkjandi seinna markið þeirra sem kemur af mjög löngu færi og mér fannst við eiga gera betur á ýmsum sviðum í dag. Vorum aðeins off í dag fannst mér, kannski þreyta enda búið að vera mikið af leikjum en og við keyrt á svipuðu byrjunarliði.“

Í lið Keflavíkur vantaði nokkra sterka pósta í dag eins og til að mynda Frans Elvarsson og Magnús Þór Magnússon

„Já við lendum í því líka að Kian Williams sem átti að byrja hjá okkur var meiddur það vantar þessa þrjá lykilmenn hjá okkur en við verðum bara að sjá hvað þeir verða lengi að ná sér en það verður einhver tími allavegana.“

Keflavíkurliðið fékk þó nokkur gul spjöld í leiknum og virkaði heldur pirrað. Voru Keflvíkingar ósáttir með störf dómara leiksins.?

„Nei ég segi nú alltaf við liðið okkar að við eigum að fókusera á leikinn og láta dómarann eiga sig en það er rétt þá var dálítill pirringur í leiknum og það er eitt af því sem við getum lært af að gera betur þar.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner