Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fös 03. júlí 2020 22:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Pirringur í leiknum
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir góða byrjun í Lengudeildinni var Keflavík kippt niður á jörðina þegar liðið þurfti að sæta sig við 1-2 tap á heimavelli gegn Leikni R. á Nettóvellinum í kvöld. Það skal því engan undra að það var heldur brúnaþungur þjálfari Keflvíkinga Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem mætti í viðtal hjá fréttaritara Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Leiknir R.

„Mér fannst við fá alveg fullt af færum í þessum leik til að geta gert betur heldur en þetta en líka svekkjandi seinna markið þeirra sem kemur af mjög löngu færi og mér fannst við eiga gera betur á ýmsum sviðum í dag. Vorum aðeins off í dag fannst mér, kannski þreyta enda búið að vera mikið af leikjum en og við keyrt á svipuðu byrjunarliði.“

Í lið Keflavíkur vantaði nokkra sterka pósta í dag eins og til að mynda Frans Elvarsson og Magnús Þór Magnússon

„Já við lendum í því líka að Kian Williams sem átti að byrja hjá okkur var meiddur það vantar þessa þrjá lykilmenn hjá okkur en við verðum bara að sjá hvað þeir verða lengi að ná sér en það verður einhver tími allavegana.“

Keflavíkurliðið fékk þó nokkur gul spjöld í leiknum og virkaði heldur pirrað. Voru Keflvíkingar ósáttir með störf dómara leiksins.?

„Nei ég segi nú alltaf við liðið okkar að við eigum að fókusera á leikinn og láta dómarann eiga sig en það er rétt þá var dálítill pirringur í leiknum og það er eitt af því sem við getum lært af að gera betur þar.“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner