Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   þri 03. september 2024 16:40
Elvar Geir Magnússon
Hilton Reykjavík
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komandi landsleikir leggjast vel í sóknarmanninn Andra Lucas Guðjohnsen en hann spjallaði við Fótbolta.net fyrir hótel landsliðsins í Reykjavík í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á föstudag og svo Tyrklandi úti á mánudag en það eru fyrstu leikir strákanna okkar í nýju tímabili af Þjóðadeildinni.

Andri færði sig um set í sumar þegar hann var seldur frá danska félaginu Lyngby og til Gent í Belgíu. Hann var spurður að því hvernig þetta fer af stað hjá honum hjá nýju félagi?

„Bara ágætlega. Þetta er nýtt land og ný deild. Það hjálpar að Arnar (Þór Viðarsson) sé þarna og hann þekkir þetta mjög vel. Þetta hefur verið ágætt, það er pínu hæg byrjun hjá okkur. Margir nýir leikmenn og nýtt þjálfarateymi. En þetta lítur vel út, það eru margir góðir leikmenn og þetta er hærra level en hjá Lyngby. Það er jákvætt fyrir mig að vera kominn á þennan stað," segir Andri Lucas.

Fyrsta mark Andra í Belgíu var sigurmark í leik gegn Kortrijk, liði Freys Alexanderssonar en Freyr þjálfaði Andra hjá Lyngby.

„Það var svolítið týpískt. Svona er fótboltinn stundum. Freyr var frábær þegar við vorum hjá Lyngby og virkaði strax. Nú er hann kominn á flottan stað hjá Kortrijk og ég hjá Gent. Skyndilega erum við að spila gegn hvorum öðrum í öðru landi, sem er bara skemmtilegt."

Andri viðurkennir að það sé sérstök tilfinning að í október sé framundan leikur með Gent gegn Chelsea í október á Stamford Bridge í Sambandsdeildinni.

„Það er pínu öðruvísi. Pabbi spilaði í mörg ár með Chelsea og er mjög stór þar, ég fæddist líka þar þegar hann var að spila þar. Þetta er sérstakt. Eins og ég segi þá getur fótboltinn verið geggjaður og þetta er dæmi um það. Þetta er leikur sem maður vill spila, ég er viss um að þetta verði frábær upplifun," segir Andri Lucas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner