Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 03. desember 2020 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni: Rúnar Alex í marki Arsenal - Albert byrjar
Rúnar Alex er í markinu hjá Arsenal
Rúnar Alex er í markinu hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin í Evrópudeildinni eru klár en Rúnar Alex Rúnarsson er í marki Arsenal gegn Rapid Vín á meðan Albert Guðmundsson er í fremstu víglínu hjá AZ Alkmaar sem mætir Napoli.

Rúnar Alex hefur spilað tvo leiki með Arsenal frá því hann kom til félagsins undir lok gluggans en hann hefur haldið hreinu í báðum leikjunum. Arsenal er í efsta sæti riðilsins með 12 stig þegar tveir leikir eru eftir.

Hann fær aftur tækifærið í liðinu í kvöld er Arsenal spilar við Rapid Vín á Emirates.

Albert Guðmundsson er þá í liði AZ Alkmaar sem fær erfitt verkefni gegn Napoli en AZ er í þriðja sæti með 7 stig á meðan Napoli er á toppnum með 9 stig. Sverrir Ingi Ingason er á bekknum hjá PAOK sem spilar við Omonia Nicosia.

Byrjunarlið Arsenal gegn Rapid Vín: Runarsson, Cedric, Mustafi, Mari, Kolasinac, Maitland-Niles, Nelson, Pepe, Elneny, Nketiah, Lacazette.

Byrjunarlið AZ Alkmaar gegn Napoli: Bizot, Sugawara, Wijndal, Hatzidiakos, Martins Indi, Koopmeiners, Midtso, De Wit, Stengs, Aboukhlal, Gudmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner