Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. maí 2021 23:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino: Fjarvera Mbappe engin afsökun
Mynd: EPA
„Við spiluðum þann leik sem við lögðum upp með. Við byrjuðum mjög vel, bjuggum til færi og vorum ofan á í leiknum. Það er ekki auðvelt, ekki mörg lið geta verið ofan á gegn City," sagði Mauricio Pochettino, svekktur þjálfari PSG, eftir 2-0 tap gegn Manchester City í kvöld.

„Stundum þarftu á heppni að halda en í heildina vorum við ekki nægilega öflugir að klára okkar. Þeir skoruðu eftir að við pressuðum hátt og með því að senda langan bolta. Ég þarf að óska City til hamingju því þeir hafa átt frábært tímabil. Pep er að gera flotta hluti og á sama tíma er ég stoltur af mínu liði."

Kylian Mbappe lék ekki með PSG í dag vegna meiðsla.

„Það má ekki vera afsökun. Við erum lið. Auðvitað er það óheppni að hann var ekki með til að hjálpa en það er engin afsökun. Frammistaðan var góð og við afsökum okkur ekki með þessu," sagði Poch.

PSG er í bullandi baráttu um titilinn í Frakklandi, iðið er í eltingarleik við Lille. PSG er með tapinu í kvöld úr leik í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner