Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 04. júní 2020 15:50
Elvar Geir Magnússon
Diego Costa opnar veskið til að sleppa við fangelsi
Diego Costa, leikmaður Atletico Madrid, fékk dóm vegna skattsvika. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi en borgar háa sekt til að sleppa frá því að þurfa að sitja inni.

Costa er 31 árs og lék fyrir Chelsea 2014-2017. Hann mætti í dómssal í morgun með hvíta grímu fyrir andlitinu.

Lög á Spáni gera það að verkum að Costa gat sloppið við fangelsi með því að greða um 80 milljónir íslenskra króna í sekt.

Þeir sem fá fangelsisdóm til tveggja ára eða minna fyrir skattsvik á Spáni geta greitt hærri sekt og sloppið við að sitja inni.

Lionel Messi nýtti sér þessa sömu leið 2017 þegar hann fékk 21 mánaða dóm fyrir skattsvik.
Athugasemdir
banner