Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 04. júní 2023 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli tók á móti bikarnum - Juve í Sambandsdeildina
Mynd: EPA

Napoli vann ítölsku Serie A og tók við bikarnum í dag eftir 2-0 sigur liðsins gegn föllnu liði Sampdoria. Victor Osimhen var markahæstur í deildinni en hann skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu.


Hellas Verona og Spezia börðust um að halda sæti sínu í deildinni en Verona tapaði þeirri baráttu. Verona mætti AC Milan en staðan var jöfn 1-1 þegar skammt var til leiksloka.

Rafael Leao skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútunum fyrir Milan sem þýddi að Verona var fallið.

Juventus þurfti að treysta á að Roma eða Atalanta myndu misstíga sig til að eiga möguleika á að komast í Evrópudeildina.

Öll þrjú liðin unnu sína leiki svo Juventus þarf að sætta sig við að taka þátt í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Þórir Jóhann Helgason kom ekkert við sögu í 3-2 tapi Lecce gegn Bologna.

Atalanta 5 - 2 Monza
1-0 Teun Koopmeiners ('12 )
2-0 Teun Koopmeiners ('45 )
2-1 Andrea Colpani ('51 )
3-1 Rasmus Hojlund ('74 )
4-1 Teun Koopmeiners ('79 )
4-2 Andrea Petagna ('81 )
5-2 Luis Muriel ('90 )
Rautt spjald: Marlon, Monza ('70)

Napoli 2 - 0 Sampdoria
1-0 Victor Osimhen ('64 , víti)
2-0 Giovanni Simeone ('85 )

Roma 2 - 1 Spezia
0-1 Dimitrios Nikolaou ('6 )
1-1 Nicola Zalewski ('43 )
2-1 Paulo Dybala ('90 , víti)
Rautt spjald: Kelvin Amian, Spezia ('89)

Lecce 2 - 3 Bologna
1-0 Lameck Banda ('17 )
1-1 Marko Arnautovic ('58 )
1-2 Joshua Zirkzee ('81 )
2-2 Remi Oudin ('88 )
2-3 Nicola Sansone ('90 )

Milan 3 - 1 Verona
1-0 Olivier Giroud ('45 , víti)
1-1 Davide Faraoni ('72 )
2-1 Rafael Leao ('85 )
3-1 Rafael Leao ('90 )

Udinese 0 - 1 Juventus
0-1 Federico Chiesa ('68 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner