Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   sun 04. júní 2023 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kveðjuathöfn fyrir Zlatan í kvöld
Mynd: EPA

Svíinn ótrúlegi Zlatan Ibrahimovic verður kvaddur í kvöld eftir fjögurra ára dvöl og Ítalíumeistaratitil með AC Milan.


Zlatan er 41 árs gamall og hefur lítið sem ekkert komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla. Hann hefur tekið þátt í fjórum leikjum á leiktíðinni og skorað í þeim eitt mark.

Lokaumferð ítalska deildartímabilsins fer fram í kvöld og er Milan með öruggt Meistaradeildarsæti þar. Milan tekur á móti Hellas Verona og munu samherjar Zlatan og stuðningsmenn fá tækifæri til að kveðja goðsögnina eftir leik.

Milan hefur staðfest að það verður haldin stutt kveðjuathöfn fyrir Zlatan, sem skoraði 37 mörk í 78 leikjum frá endurkomu sinni til Milan 2019. Hann varð einnig Ítalíumeistari með Milan 2011 og skoraði 56 mörk í 85 leikjum frá 2010 til 2012.

Hann var mikilvægur partur af leikmannahópi Milan þrátt fyrir vaxandi aldur og sífellt minnkandi spiltíma. Zlatan sinnti mikilvægu hlutverki af hliðarlínunni er Milan varð Ítalíumeistari í fyrra og skoraði um leið átta mörk í 23 deildarleikjum.

Zlatan rennur út á samningi í sumar og hefur verið orðaður við félagsskipti til Monza. Hann hefur meðal annars leikið fyrir Ajax, Inter, Barcelona og Manchester United á ferlinum.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner