Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Granada og Valencia væntanlega bæði svekkt
Guedes skoraði fyrir Valencia.
Guedes skoraði fyrir Valencia.
Mynd: Getty Images
Það voru þrír leikir í deild þeirra bestu á Spáni, La Liga, þennan laugardaginn.

Granada og Valencia, tvö lið sem eru að reyna að blanda sér í Evrópubaráttuna, gerðu 2-2 jafntefli eftir mjög svo fjöguran síðari hálfleik.

Liðin eru í tíunda og níunda sæti með 47 stig. Bæði lið eru væntanlega mjög svekkt að hafa ekki tekið þrjú stig og komið sér nær sjöunda sætinu og Evrópupakkanum.

Celta og Betis, sem eru í neðri hluta deildarinnar, skildu jöfn 1-1 og þá vann Real Valladolid 1-0 sigur á Alaves. Valladolid, sem er í eigu Ronaldo Nazario, er í 13. sæti og Alaves í 15. sæti.

Celta 1 - 1 Betis
1-0 Nolito ('22 )
1-1 Zouhair Feddal ('79 )

Granada CF 2 - 2 Valencia
1-0 Carlos Fernandez ('61 , víti)
1-1 Manu Vallejo ('63 )
1-2 Goncalo Guedes ('68 )
2-2 Fede Vico ('86 )

Valladolid 1 - 0 Alaves
1-0 Joaquin Fernandez ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner