Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 04. júlí 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Icelandair
Telma á æfingunni í dag.
Telma á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera mjög fínt að vera hérna; kannski heitara en vanalega fyrir mig því ég æfi bara á Íslandi,” sagði Telma Ívarsdóttir, einn af þremur markvörðum landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

Landsliðið er núna í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir EM sem er framundan. Liðið hefur æft síðustu daga við mjög góðar aðstæður í Fürth.

Telma, sem er markvörður Breiðabliks, er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi og segir hún tilfinninguna í raun vera frekar óraunverulega. Hún er mjög stolt að fá að fara fyrir þjóð sína á Evrópumótið.

„Ég er mjög stolt að vera í hópnum, það er mjög mikill heiður. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera með landsliðinu.”

Hún segir hina markverðina í hópnum vera frábæra og alla í hópnum hafa tekið vel á móti sér. Var stressandi að bíða eftir fréttum hvort hún væri að fara á mótið eða ekki?

„Ég hef aldrei farið á stórmót og þetta er smá skrítið. Ég held að ég muni fá smá sjokk þegar við mætum til Englands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót. Tilfinningin er eiginlega óraunveruleg.”

„Ég var mjög stressuð áður en hópurinn var tilkynntur. Ég var upp í sófa að bíða eftir því að hópurinn væri tilkynntur. Það komu alveg nokkur tár.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Telma um Breiðablik og fleira.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner