Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 04. júlí 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Icelandair
Telma á æfingunni í dag.
Telma á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera mjög fínt að vera hérna; kannski heitara en vanalega fyrir mig því ég æfi bara á Íslandi,” sagði Telma Ívarsdóttir, einn af þremur markvörðum landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

Landsliðið er núna í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir EM sem er framundan. Liðið hefur æft síðustu daga við mjög góðar aðstæður í Fürth.

Telma, sem er markvörður Breiðabliks, er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi og segir hún tilfinninguna í raun vera frekar óraunverulega. Hún er mjög stolt að fá að fara fyrir þjóð sína á Evrópumótið.

„Ég er mjög stolt að vera í hópnum, það er mjög mikill heiður. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera með landsliðinu.”

Hún segir hina markverðina í hópnum vera frábæra og alla í hópnum hafa tekið vel á móti sér. Var stressandi að bíða eftir fréttum hvort hún væri að fara á mótið eða ekki?

„Ég hef aldrei farið á stórmót og þetta er smá skrítið. Ég held að ég muni fá smá sjokk þegar við mætum til Englands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót. Tilfinningin er eiginlega óraunveruleg.”

„Ég var mjög stressuð áður en hópurinn var tilkynntur. Ég var upp í sófa að bíða eftir því að hópurinn væri tilkynntur. Það komu alveg nokkur tár.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Telma um Breiðablik og fleira.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner