Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 04. júlí 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Icelandair
Telma á æfingunni í dag.
Telma á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera mjög fínt að vera hérna; kannski heitara en vanalega fyrir mig því ég æfi bara á Íslandi,” sagði Telma Ívarsdóttir, einn af þremur markvörðum landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

Landsliðið er núna í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir EM sem er framundan. Liðið hefur æft síðustu daga við mjög góðar aðstæður í Fürth.

Telma, sem er markvörður Breiðabliks, er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi og segir hún tilfinninguna í raun vera frekar óraunverulega. Hún er mjög stolt að fá að fara fyrir þjóð sína á Evrópumótið.

„Ég er mjög stolt að vera í hópnum, það er mjög mikill heiður. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera með landsliðinu.”

Hún segir hina markverðina í hópnum vera frábæra og alla í hópnum hafa tekið vel á móti sér. Var stressandi að bíða eftir fréttum hvort hún væri að fara á mótið eða ekki?

„Ég hef aldrei farið á stórmót og þetta er smá skrítið. Ég held að ég muni fá smá sjokk þegar við mætum til Englands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót. Tilfinningin er eiginlega óraunveruleg.”

„Ég var mjög stressuð áður en hópurinn var tilkynntur. Ég var upp í sófa að bíða eftir því að hópurinn væri tilkynntur. Það komu alveg nokkur tár.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Telma um Breiðablik og fleira.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner