Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 04. júlí 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Icelandair
Telma á æfingunni í dag.
Telma á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera mjög fínt að vera hérna; kannski heitara en vanalega fyrir mig því ég æfi bara á Íslandi,” sagði Telma Ívarsdóttir, einn af þremur markvörðum landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

Landsliðið er núna í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir EM sem er framundan. Liðið hefur æft síðustu daga við mjög góðar aðstæður í Fürth.

Telma, sem er markvörður Breiðabliks, er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi og segir hún tilfinninguna í raun vera frekar óraunverulega. Hún er mjög stolt að fá að fara fyrir þjóð sína á Evrópumótið.

„Ég er mjög stolt að vera í hópnum, það er mjög mikill heiður. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera með landsliðinu.”

Hún segir hina markverðina í hópnum vera frábæra og alla í hópnum hafa tekið vel á móti sér. Var stressandi að bíða eftir fréttum hvort hún væri að fara á mótið eða ekki?

„Ég hef aldrei farið á stórmót og þetta er smá skrítið. Ég held að ég muni fá smá sjokk þegar við mætum til Englands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót. Tilfinningin er eiginlega óraunveruleg.”

„Ég var mjög stressuð áður en hópurinn var tilkynntur. Ég var upp í sófa að bíða eftir því að hópurinn væri tilkynntur. Það komu alveg nokkur tár.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Telma um Breiðablik og fleira.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir