Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 04. júlí 2022 16:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Telma segir tilfinninguna óraunverulega: Komu alveg nokkur tár
Icelandair
Telma á æfingunni í dag.
Telma á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera mjög fínt að vera hérna; kannski heitara en vanalega fyrir mig því ég æfi bara á Íslandi,” sagði Telma Ívarsdóttir, einn af þremur markvörðum landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

Landsliðið er núna í Þýskalandi að undirbúa sig fyrir EM sem er framundan. Liðið hefur æft síðustu daga við mjög góðar aðstæður í Fürth.

Telma, sem er markvörður Breiðabliks, er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi og segir hún tilfinninguna í raun vera frekar óraunverulega. Hún er mjög stolt að fá að fara fyrir þjóð sína á Evrópumótið.

„Ég er mjög stolt að vera í hópnum, það er mjög mikill heiður. Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera með landsliðinu.”

Hún segir hina markverðina í hópnum vera frábæra og alla í hópnum hafa tekið vel á móti sér. Var stressandi að bíða eftir fréttum hvort hún væri að fara á mótið eða ekki?

„Ég hef aldrei farið á stórmót og þetta er smá skrítið. Ég held að ég muni fá smá sjokk þegar við mætum til Englands. Ég er ótrúlega spennt fyrir því að vera að fara á stórmót. Tilfinningin er eiginlega óraunveruleg.”

„Ég var mjög stressuð áður en hópurinn var tilkynntur. Ég var upp í sófa að bíða eftir því að hópurinn væri tilkynntur. Það komu alveg nokkur tár.”

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Telma um Breiðablik og fleira.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner