Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 04. ágúst 2016 22:32
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Drullum upp á bak ef við lítum of stórt á okkur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Þetta eru vonbrigði. Hvernig við mættum til leiks og hvernig við vorum að spila,” sagði Þorsteinn Halldórsson, vonsvikinn þjálfari Breiðabliks, eftir markalaust jafntefli gegn Selfoss.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 Selfoss

En hvað fór úrskeiðis?

„Ég veit það ekki. Fyrsta hugboð sem maður fær er að þetta hafi verið vanmat. Við mættum bara með lélegt hugarfar og þess vegna töpuðum við þessum stigum. Við eigum að vinna þetta lið en með svona ömurlegri spilamennsku gerum við það ekki. Þó að við höfum átt öll færi, öll skotin og allt það þá var þetta samt sem áður lélegur leikur.”

Það sást snemma í leiknum að Blikaliðið væri ekki að eiga sinn besta leik og við spurðum Þorstein hvað hann hefði sagt við liðið sitt í hálfleik.

„Ég hafði svosem ekkert stórkostlegt að segja. Bara það að þær þyrftu að hafa fyrir þessu og þær ættu að leggja sig meira fram og láta boltann ganga aðeins betur og vera þolinmóðar en fyrst og fremst fannst mér vanta vinnuframlag.”

„Það er bara næsti leikur. Við eigum að spila næst á móti FH og þá þurfum við bara að gera okkur grein fyrir því að það eru allir andstæðingar í þessari deild verðugir og ef að við lítum eitthvað of stórt á okkur þá drullum við upp á bak.”

Athugasemdir
banner
banner
banner