Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 04. ágúst 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea ætlar að berjast við Everton um Reguilon
Chelsea og Everton eru að berjast um Sergio Reguilon, vinstri bakvörð Real Madrid.

Everton bauð 18 milljónir punda í leikmanninn í síðustu viku og nú hefur Chelsea blandað sér í baráttuna.

Hvorki Emerson né Marcos Alonso hafa náð að festa sig í sessi í vinstri bakverðinum hjá Chelsea undir stjórn Frank Lampard.

Chelsea hefur líka verið að skoða Ben Chilwell, vinstri bakvörð Leicester, en hann er með mun hærri verðmiða en Reguilon.

Reguilon var á láni hjá Sevilla á nýliðnu tímabili en hann hjálpaði liðinu að ná 4. sæti í spænsku úrvalsdeildinni og var í kjölfarið kosinn besti vinstri bakvörður tímabilsins.
Athugasemdir
banner