Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   þri 04. ágúst 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd gat ekki boðið Bellingham nægilega góðan samning
Borussia Dortmund keypti á dögunum miðjumanninn unga Jude Bellingham frá Birmingham á 22,75 milljónir punda.

Hinn 17 ára gamli Bellingham vakti athygli með Birmingham í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Manchester United hafði einnig mikinn áhuga á að fá Bellingham í sínar raðir.

ESPN segir frá því í dag að United hafi ekki verið tilbúið að greiða Bellingham 56 þúsund pund í laun á viku líkt og Dortmund gerði og því hafi ekkert orðið af samningum.

Bellingham var nálægt því að fara til Manchester United í janúar áður en United keypti Bruno Fernandes frá Sporting Lisabon.
Athugasemdir
banner
banner