Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   sun 04. ágúst 2024 13:45
Sölvi Haraldsson
Liverpool hafnar tilboðinu - ‚Dýrka leikmanninn‘

Liverpool höfnuðu 15 milljón punda tilboði frá Southampton í portúgalska miðjumanninn Fabio Carvalho. 


Carvalho hefur ætíð verið ofarlega á óskalista Southampton í sumar en þeir gefast ekki upp. Þeir eru að undirbúa annað tilboð í portúgalann. Dýrlingarnir reyndu að fá Fabio í janúar án árangurs en þeir eru nýlliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið umspilið í Championship deildinni.

Liverpool vilja ekki selja leikmanninn þar sem hann á góða framtíð hjá félaginu. Russell Martin ræddi við Sky Sports um tilboð Southampton í Carvalho.

Hann er leikmaður sem við höfum dýrkað lengi vel. Við ræddum við hann í janúar en það heppnaðist ekki. Hann er leikmaður sem ég þrái.‘ sagði skoski stjóri Southampton.

Það er ólíklegt að Alex Oxlade-Chamberlain gangi í raðir Southampton þar sem launakröfur hans eru of háar.

Fabio Carvalho skoraði gegn Manchester United í nótt í 3-0 sigri en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá honum. Hvort hann verði áfram hjá Liverpool eða fari til Southampton, tíminn segir til með það.


Athugasemdir
banner