
„Mér líður náttúrulega ekki vel sko, bara sanngjarn sigur hjá Breiðablik og ég óska þeim til hamingju." sagði Matthías Guðmundsson þjálfari Vals eftir 3-0 tapið á Hlíðarenda í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 3 Breiðablik
„Mér fannst við betri í seinni hálfleik heldur en í fyrri og það var meiri kraftur í okkur ef ég orða það þannig."
„Mér fannst við einmitt byrja vel fyrstu þrjár mínúturnar eða eitthvað álíka og þetta virkuðu á mig sem klaufaleg mörk og það vart þungt en ég er ánægður með liðið mitt að halda áfram og líka kraftinn eftir að við fengum á okkur þriðja markið en svekkjandi að fá mörk á sig svona snemma,"
„Það var planið að minnka þetta í 2-1 og þá værum við komin með leik svo þriðja markið var mjög sárt."
Kristján Guðmundsson hætti með Valsliðið á dögunum og er Matthías Guðmundsson núna einn þjálfari liðsins.
„Ákvörðunin kom mér á óvart, ég verð að viðurkenna en það er svosem ekki mitt að tala um þetta, hann verður að svara fyrir þetta."
Nánar var rætt við Matta í viðtalinu hér að ofan.