Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 04. september 2024 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Osimhen kynntur hjá Galatasaray (Staðfest) - Mættur á grímuball
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen er formlega genginn í raðir Galatasaray og mun leika með tyrkneska liðinu á láni frá Napoli út þetta tímabil.

Í kynningarmyndbandi tyrkneska félagsins mætir Osimhen á grímuball. Osimhen er þekktur fyrir að leika með andlitsgrímu, hann þurfti að nota hana fyrir tveimur árum og hefur haldið áfram að gera það.

Í lok myndbandsins sést svo Osimhen benda á Evrópudeildarbikarinn og segir svo 'we are the best' eða við erum bestir. Það gefur til kynna að stefna Galatasaray sé að vinna Evrópudeildina í vetur en liðinu mistókst að ná Meistaradeildarsæti síðasta vor.

Osimhen verður í treyju númer 45 hjá Galatasaray. Í tilkynningu tyrkneska félagsins er tekið fram að félagið greiði honum 6 milljónir evra í laun fyrir tímabilið, eða rúmlega 900 milljónir íslenskra króna.


Athugasemdir
banner