Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 04. október 2023 17:51
Brynjar Ingi Erluson
18 ára með bestu tölfræðina
Mathys Tel er eitt mesta efni Evrópu
Mathys Tel er eitt mesta efni Evrópu
Mynd: EPA
Franska ungstirnið Mathys Tel er heldur betur að sanna sig með þýska stórliðinu Bayern München og það þrátt fyrir fá tækifæri í byrjunarliðinu.

Tel var keyptur til Bayern frá Rennes á síðasta ári og skoraði sex mörk á sínu fyrsta tímabili með þýska liðinu.

Hann er ekki enn búinn að festa byrjunarliðssæti, en það fer að koma að því. Nánast í hvert einasta skipti sem hann kemur af bekknum tekst honum að skora.

Tel er með sex mörk í tíu leikjum á tímabilinu og skorar á 49 mínútna fresti, en enginn leikmaður í fimm stærstu deildum Evrópu er með betri tölfræði en hann.

Frakkinn á bjarta framtíð fyrir sér og raðar einnig inn mörkunum með landsliði en hann er með 17 mörk í 27 leikjum fyrir unglingalandslið Frakklands.


Athugasemdir
banner
banner