Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 04. október 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe: Ekki ég sem tek ákvörðun um Ten Hag
Sir Jim Ratcliffe meðeigandi Manchester United segir að framtíð Erik ten Hag sé ekki í sínum höndum. Það séu aðrir sem taki ákvarðanir um hver eigi að stýra liðinu.

Dan Roan hjá BBC spurði Ratcliffe hvort hann hefði enn trú á því að Ten Hag væri rétti maðurinn?

„Ég vil ekki svara þeirri spurningu. Ég kann vel við Erik. Ég tel að hann sé mjög góður þjálfari en að lokum er það ekki ég sem tek þessar ákvarðanir. Það er stjórnendahópurinn sem ákveður hvernig best er að reka liðið út frá ýmsum þáttum," segir Ratcliffe.

Hann er þar að tala um framkvæmdastjórann Omar Berrada og yfirmann fótboltamála Dan Ashworth.

„Þeir hafa samt bara verið hérna síðan í sumar. Þeir voru ekki hérna í janúar, febrúar, mars eða apríl. Það er aðeins hægt að telja það í vikum hversu lengi þeir hafa verið hérna. Þeir þurfa að taka skynsamar ákvarðanir," segir Ratcliffe.

„Okkar markmið er skýrt, við viljum taka Manchester United þangað sem félagið ætti að vera. Það er alveg ljóst að það er ekki á réttum stað núna."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner