Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mán 04. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu hrikaleg mistök Brad Guzan í úrslitakeppni MLS
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Úrslitakeppni MLS deildarinnar er í fullu fjöri þessa dagana og er stórveldið Inter Miami að keppa við Atlanta United.

Staðan er jöfn eftir tvær innbyrðisviðureignir í 16-liða úrslitum og munu liðin mætast í úrslitaleik í Miami næstu helgi.

Atlanta vann leik liðanna um helgina þrátt fyrir að hafa verið einu marki undir í leikhlé eftir hrikaleg mistök hjá Brad Guzan markverði.

Guzan, sem er 40 ára gamall og hefur meðal annars leikið fyrir Aston Villa og Middlesbrough á ferlinum, ætlaði að taka útspark en rann í tilhlaupinu og missti boltann frá sér.

Redondo Solari hirti boltann og lagði til hliðar á David Martinez sem kláraði með snyrtilegri afgreiðslu yfir varnarmenn Atlanta.

Luis Suárez, Lionel Messi og Jordi Alba voru meðal byrjunarliðsmanna Inter en þeim tókst ekki að halda forystunni lengi. Atlanta sneri stöðunni við og vann 2-1 til að knýja fram úrslitaleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner