Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. desember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder næsti stjóri Falkirk?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gregg Ryder, fyrrum þjálfari Þórs og Þróttar, gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Falkirk í skosku C-deildinni að sögn staðarblaðsins Falkirk Herald.

Falkirk rak Ray McKinnon úr stjórastarfinu í nóvember en Lee Miller og David McCracken stýra liðinu tímabundið þessa stundina.

Lee og David unnu 4-1 sigur á Linlithgow Rose í skoska bikarnum í fyrsta leik sínum og um helgina vann Falkirk lið Stranraer 3-0 í C-deildinni. Falkirk er í dag í 3. sæti deildarinnar.

Falkirk Herald segir að Gregg Ryder komi til greina í starfið en þar kemur fram að forráðamenn Falkirk ætli að gefa sér tíma í að velja nýjan stjóra og að yfir 30 aðilar hafi sótt um.

Gregg stýrði Þór á nýliðnu tímabili en hann hætti störfum í haust. Áður þjálfaði hann Þrótt í fjögur ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner