Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. mars 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Dave Kitson æfði með HK - Spjallaði við lögregluna um Liverpool
Mynd: Instagram
Fyrrum framherjinn Dave Kitson var í fríi á Íslandi á dögunum og æfði þá með liði HK í Pepsi Max-deildinni.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, og Kitson voru liðsfélagar hjá Reading á sínum tíma. Brynjar leyfði Kitson að taka þátt í spili á æfingu hjá HK.

„Ég held að Bryn hafi viljandi látið mig fá búning sem var tveimur stærðum of lítill áður en hann leyfði mér að spila í fimm mínútur á hálfum velli með hópnum hans," sagði Kitson á Instagram.

Hinn fertugi Kitson spilaði einnig með liðum eins og Stoke, Portsmouth og Middlesbrough á ferlinum en hann lagði skóna á hilluna árið 2015. Á Instagram segist hann hafa lent í ýmsum ævintýrum á Íslandi.

„Ég var handtekinn af vingjarnlegustu lögreglu í heimi en ég fékk hjá þeim fullt af lögreglu pennum, blöðrum og límmiðum fyrir krakkana í skiptum fyrir sögur um uppáhaldslið þeirra Liverpool," sagði Kitson.

Kitson fór einnig á Austfirði þar sem hann hitti Ívar Ingimarsson sem spilaði einnig með honum hjá Reading. Í Íslandsferðinni heilsaði Kitson einnig upp á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Hér að neðan má sjá Kitson með Katrínu sem og mynd af honum með lögreglunni á Íslandi.


Athugasemdir
banner
banner