Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   sun 05. maí 2019 17:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum tengja saman season
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara frá Reykjavík í fyrstu umferð Inkasso deildar karla í blíðskapa veðri í laugardalnum í dag.
Njarðvíkingum sem spáð er erfiðu sumri sótti öll stiginn sem í boði voru á Eimskipsvellinum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þrótt 3-2.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Njarðvík

"Frábær byrjun, mjög gott að starta svona bara í hörku leik líka, áttum bara feikilega góðan leik hér í dag, laugardalnum og sterkur sigur og góð byrjun." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar komust yfir í byrjun leiks en Þróttarar snéru taflinu svo sér í vil en eftir að Þróttarar komust yfir í leiknum virtist það kveikja á Njarðvíkingum sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins stuttu seinna og endurheimtu forystuna.
„Við vorum raunverulega sterkari aðilill í seinni hálfleik, við byrjuðum náttúrulega leikinn mjög vel en þeir svona tóku yfir fyrri hálfleikinn, svo byrjuðum við seinni hálfleikinn vel og vorum hættulegir á meðan þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt."

Njarðvíkingar eru á sínu öðru tímabili í Inkasso deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra þegar þeir enduðu í 6.sæti og oft er talað um "Second season syndrome" hjá liðum sem koma upp og eiga gott fyrsta ár.
„Eigum við ekki að sjá bara til í september með það hvernig það endar en við ætlum okkur stærri hluti en það, við viljum tengja saman season og höfum ekki gert það í Njarðvík síðan áttatíu og eitthvað þannig að við viljum vera lengur í þessari deild heldur en eitt ár í einu þannig að vonandi stöndum við okkur það vel í sumar að við náum jafnvel að gera betur en í fyrra en að minnsta kosti halda okkur í deildinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir