Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 05. maí 2019 17:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum tengja saman season
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara frá Reykjavík í fyrstu umferð Inkasso deildar karla í blíðskapa veðri í laugardalnum í dag.
Njarðvíkingum sem spáð er erfiðu sumri sótti öll stiginn sem í boði voru á Eimskipsvellinum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þrótt 3-2.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Njarðvík

"Frábær byrjun, mjög gott að starta svona bara í hörku leik líka, áttum bara feikilega góðan leik hér í dag, laugardalnum og sterkur sigur og góð byrjun." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar komust yfir í byrjun leiks en Þróttarar snéru taflinu svo sér í vil en eftir að Þróttarar komust yfir í leiknum virtist það kveikja á Njarðvíkingum sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins stuttu seinna og endurheimtu forystuna.
„Við vorum raunverulega sterkari aðilill í seinni hálfleik, við byrjuðum náttúrulega leikinn mjög vel en þeir svona tóku yfir fyrri hálfleikinn, svo byrjuðum við seinni hálfleikinn vel og vorum hættulegir á meðan þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt."

Njarðvíkingar eru á sínu öðru tímabili í Inkasso deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra þegar þeir enduðu í 6.sæti og oft er talað um "Second season syndrome" hjá liðum sem koma upp og eiga gott fyrsta ár.
„Eigum við ekki að sjá bara til í september með það hvernig það endar en við ætlum okkur stærri hluti en það, við viljum tengja saman season og höfum ekki gert það í Njarðvík síðan áttatíu og eitthvað þannig að við viljum vera lengur í þessari deild heldur en eitt ár í einu þannig að vonandi stöndum við okkur það vel í sumar að við náum jafnvel að gera betur en í fyrra en að minnsta kosti halda okkur í deildinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner