Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 05. maí 2019 17:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum tengja saman season
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara frá Reykjavík í fyrstu umferð Inkasso deildar karla í blíðskapa veðri í laugardalnum í dag.
Njarðvíkingum sem spáð er erfiðu sumri sótti öll stiginn sem í boði voru á Eimskipsvellinum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þrótt 3-2.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Njarðvík

"Frábær byrjun, mjög gott að starta svona bara í hörku leik líka, áttum bara feikilega góðan leik hér í dag, laugardalnum og sterkur sigur og góð byrjun." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar komust yfir í byrjun leiks en Þróttarar snéru taflinu svo sér í vil en eftir að Þróttarar komust yfir í leiknum virtist það kveikja á Njarðvíkingum sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins stuttu seinna og endurheimtu forystuna.
„Við vorum raunverulega sterkari aðilill í seinni hálfleik, við byrjuðum náttúrulega leikinn mjög vel en þeir svona tóku yfir fyrri hálfleikinn, svo byrjuðum við seinni hálfleikinn vel og vorum hættulegir á meðan þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt."

Njarðvíkingar eru á sínu öðru tímabili í Inkasso deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra þegar þeir enduðu í 6.sæti og oft er talað um "Second season syndrome" hjá liðum sem koma upp og eiga gott fyrsta ár.
„Eigum við ekki að sjá bara til í september með það hvernig það endar en við ætlum okkur stærri hluti en það, við viljum tengja saman season og höfum ekki gert það í Njarðvík síðan áttatíu og eitthvað þannig að við viljum vera lengur í þessari deild heldur en eitt ár í einu þannig að vonandi stöndum við okkur það vel í sumar að við náum jafnvel að gera betur en í fyrra en að minnsta kosti halda okkur í deildinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner