Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 05. maí 2019 17:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við viljum tengja saman season
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu Þróttara frá Reykjavík í fyrstu umferð Inkasso deildar karla í blíðskapa veðri í laugardalnum í dag.
Njarðvíkingum sem spáð er erfiðu sumri sótti öll stiginn sem í boði voru á Eimskipsvellinum þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þrótt 3-2.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Njarðvík

"Frábær byrjun, mjög gott að starta svona bara í hörku leik líka, áttum bara feikilega góðan leik hér í dag, laugardalnum og sterkur sigur og góð byrjun." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar komust yfir í byrjun leiks en Þróttarar snéru taflinu svo sér í vil en eftir að Þróttarar komust yfir í leiknum virtist það kveikja á Njarðvíkingum sem skoruðu næstu tvö mörk leiksins stuttu seinna og endurheimtu forystuna.
„Við vorum raunverulega sterkari aðilill í seinni hálfleik, við byrjuðum náttúrulega leikinn mjög vel en þeir svona tóku yfir fyrri hálfleikinn, svo byrjuðum við seinni hálfleikinn vel og vorum hættulegir á meðan þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt."

Njarðvíkingar eru á sínu öðru tímabili í Inkasso deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í fyrra þegar þeir enduðu í 6.sæti og oft er talað um "Second season syndrome" hjá liðum sem koma upp og eiga gott fyrsta ár.
„Eigum við ekki að sjá bara til í september með það hvernig það endar en við ætlum okkur stærri hluti en það, við viljum tengja saman season og höfum ekki gert það í Njarðvík síðan áttatíu og eitthvað þannig að við viljum vera lengur í þessari deild heldur en eitt ár í einu þannig að vonandi stöndum við okkur það vel í sumar að við náum jafnvel að gera betur en í fyrra en að minnsta kosti halda okkur í deildinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir