Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 05. maí 2021 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti.
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði bara. Þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur að gera en það er nú stundum svoleiðis í fótboltanum að það fer ekki allt eins og maður ætlar sér en fyrst og fremst fannst mér frammistaðan ekki nægjanlega góð hjá okkur í dag.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 0-3 tap liðsins gegn Selfoss á Nettó vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Leikurinn var í ákveðnu jafnvæg lengst af í fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Brenna Lovera Selfyssingum yfir eftir slæman varnarleik Keflavíkur. Um það sagði Gunnar.

„Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en ef einhver tími er verri en annar þá er það rétt fyrir hálfleik. En við vorum svolítið opnar á köflum og og þetta var kannski ólán að boltin hrökk af Kristrúnu fyrir fætur Selfyssingana og leiðin greið í markið en við gátum vissulega gert betur þar.“

Eftir rúmlega klukkustundar leik í stöðunni 0-1 fékk Keflavík dæmda á sig vítaspyrnu sem Brenna Lovera skoraði sitt annað mark úr. Úr blaðamannastúkunni var erfitt að greina hvað gerst hefði er dæmt var á brot á Hólmfríði Magnúsdóttir. Það barst fréttaritara til eyrna að Keflvíkingar á bekknum væru verulega ósátt með þennan vítaspyrnudóm og tjáði Gunnar sig aðeins um það.

„Frá hliðarlínunni var maður alls ekki sáttur og ég skoðaði þetta nú betur og þetta er með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti. Eins og maður sér þetta þá fer Hólmfríður með fótinn aftan í okkar leikmann sem bara stendur og fer í okkar leikmann og dettur. Og það var nóg til þess að dómarinn félli fyrir þessu. 1-0 þá erum við alveg inní leiknum og það kannski drap okkur að fá þetta víti á okkur. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner