Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 05. maí 2021 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti.
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði bara. Þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur að gera en það er nú stundum svoleiðis í fótboltanum að það fer ekki allt eins og maður ætlar sér en fyrst og fremst fannst mér frammistaðan ekki nægjanlega góð hjá okkur í dag.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 0-3 tap liðsins gegn Selfoss á Nettó vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Leikurinn var í ákveðnu jafnvæg lengst af í fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Brenna Lovera Selfyssingum yfir eftir slæman varnarleik Keflavíkur. Um það sagði Gunnar.

„Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en ef einhver tími er verri en annar þá er það rétt fyrir hálfleik. En við vorum svolítið opnar á köflum og og þetta var kannski ólán að boltin hrökk af Kristrúnu fyrir fætur Selfyssingana og leiðin greið í markið en við gátum vissulega gert betur þar.“

Eftir rúmlega klukkustundar leik í stöðunni 0-1 fékk Keflavík dæmda á sig vítaspyrnu sem Brenna Lovera skoraði sitt annað mark úr. Úr blaðamannastúkunni var erfitt að greina hvað gerst hefði er dæmt var á brot á Hólmfríði Magnúsdóttir. Það barst fréttaritara til eyrna að Keflvíkingar á bekknum væru verulega ósátt með þennan vítaspyrnudóm og tjáði Gunnar sig aðeins um það.

„Frá hliðarlínunni var maður alls ekki sáttur og ég skoðaði þetta nú betur og þetta er með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti. Eins og maður sér þetta þá fer Hólmfríður með fótinn aftan í okkar leikmann sem bara stendur og fer í okkar leikmann og dettur. Og það var nóg til þess að dómarinn félli fyrir þessu. 1-0 þá erum við alveg inní leiknum og það kannski drap okkur að fá þetta víti á okkur. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner