Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mið 05. maí 2021 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti.
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði bara. Þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur að gera en það er nú stundum svoleiðis í fótboltanum að það fer ekki allt eins og maður ætlar sér en fyrst og fremst fannst mér frammistaðan ekki nægjanlega góð hjá okkur í dag.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 0-3 tap liðsins gegn Selfoss á Nettó vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Leikurinn var í ákveðnu jafnvæg lengst af í fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Brenna Lovera Selfyssingum yfir eftir slæman varnarleik Keflavíkur. Um það sagði Gunnar.

„Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en ef einhver tími er verri en annar þá er það rétt fyrir hálfleik. En við vorum svolítið opnar á köflum og og þetta var kannski ólán að boltin hrökk af Kristrúnu fyrir fætur Selfyssingana og leiðin greið í markið en við gátum vissulega gert betur þar.“

Eftir rúmlega klukkustundar leik í stöðunni 0-1 fékk Keflavík dæmda á sig vítaspyrnu sem Brenna Lovera skoraði sitt annað mark úr. Úr blaðamannastúkunni var erfitt að greina hvað gerst hefði er dæmt var á brot á Hólmfríði Magnúsdóttir. Það barst fréttaritara til eyrna að Keflvíkingar á bekknum væru verulega ósátt með þennan vítaspyrnudóm og tjáði Gunnar sig aðeins um það.

„Frá hliðarlínunni var maður alls ekki sáttur og ég skoðaði þetta nú betur og þetta er með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti. Eins og maður sér þetta þá fer Hólmfríður með fótinn aftan í okkar leikmann sem bara stendur og fer í okkar leikmann og dettur. Og það var nóg til þess að dómarinn félli fyrir þessu. 1-0 þá erum við alveg inní leiknum og það kannski drap okkur að fá þetta víti á okkur. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner