Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heldur að Gary Martin og Tokic eigi eftir að smella saman
Lengjudeildin
Gary á æfingu
Gary á æfingu
Mynd: Selfoss
Mynd: Selfoss
Tilkoma Gary Martin var til umræðu í nýjasta þætti Selfoss hlaðvarpsins sem kom út í morgun. Gary í gekk í raðir Selfyssinga í síðustu viku eftir að hafa verið rekinn frá ÍBV.

Ingimar Helgi Finnsson, fyrrum þáttastjórnandi Fantasy Gandalf, var einn gestanna. Ingimar er forvitinn að sjá Hrvoje Tokic og Gary Martin saman.

„Tilkoma Gary þýðir auðvitað bara það að Selfoss fær markaskorara af guðs náð í liðið, sama hvað mönnum kann að finnast um hann. Það eina sem er 100% varðandi hann er það að hann skorar mörk. Ég held að mörk ættu ekki að vera vandamál fyrir Selfoss í sumar ef við horfum á Tokic og Gary saman uppi á topp,“ segir Ingimar.

Aron Einarsson hafði spilað flesta leiki á undirbúningstímabilinu við hlið Tokic en Ingimar er hræddur um að tilkoma Gary fækki mínútunum sem hann fái í sumar.

„Ég var orðinn mjög spenntur að sjá Aron Einarsson fá að spila í kringum Tokic í sumar, hann er auðvitað með þrjú lungu. Þetta þýðir færri mínútur fyrir Aron. Hann leggur gífurlega mikið á sig svo að það er smá beiskt bragð,“ bætir Ingimar við.

Einar Karl Þórhallsson, stjórnarmaður Selfoss, er viss um að Gary og Tokic eigi eftir að ná vel saman í sumar.

„Þeir taka báðir til síns á ólíkan hátt. Tokic er alltaf í einhverjum 'contact' og hann fýlar það, auk þess er hann frábær markaskorari. Gary er í frábæru standi og hann teygir meira á vörnum andstæðinganna, einnig frábær markaskorari. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og ég held að þeir eigi eftir að smella saman,“ segir Einar.

„Ég held að það skipti rosalega miklu máli hver er að þjálfa Gary Martin. Dean fýlar leikmenn sem eru í góðu standi og Gary er leikmaður sem ætti að smellpassa í hans hugmyndafræði.“

Nýjasta þáttinn af Selfoss hlaðvarpinu má hlusta á með því að smella hér eða einfaldlega hér að neðan. Umræðan um Gary Martin hefst á 38:40.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner