Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 05. júní 2020 10:01
Elvar Geir Magnússon
Werner búinn að ná samningi við Chelsea
Chelsea hefur náð samningum við Timo Werner, sóknarmann RB Leipzig.

Sagt er að þessi 24 ára leikmaður, sem er með 25 mörk í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili, sé með riftunarákvæði upp á 54 milljónir punda.

Þýski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool en BBC segir að félagið hafi ekki lengur áhuga.

Werner verður annar leikmaðurinn sem Chelsea kaupir fyrir næsta tímabil eftir að Hakim Ziyech kom frá Ajax.

Werner skoraði þrennu í 5-0 sigri Leipzig yfir Mainz á dögunum .
Athugasemdir
banner
banner