Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 05. júní 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gæla við að selja Kane til Real Madrid
Mynd: EPA

Greint er frá því á Sky Sports að stjórnendur Tottenham séu alvarlega að íhuga að selja Harry Kane til Real Madrid í sumar.


Tottenham vill 100 milljónir punda fyrir sóknarmanninn eftirsótta sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Félagið er ekki tilbúið til að selja hann til samkeppnisaðila í ensku úrvalsdeildinni en er að gæla við að selja hann til Spánar í staðinn.

Manchester United hefur gríðarlega mikinn áhuga á Kane en ljóst er að Rauðu djöflarnir munu ekki fá hann í sínar raðir í sumar. 

Real Madrid lítur á Kane sem fullkominn arftaka fyrir Karim Benzema en óljóst er hversu áhugasamur Kane er fyrir því að flytja til Spánar. Hann lifir góðu lífi í London og er með unga fjölskyldu, auk þess að vera aðeins 47 mörkum frá markameti Alan Shearer í ensku úrvalsdeildinni.

Það er forgangsatriði hjá Tottenham að reyna að semja við Kane en það verður að teljast ólíklegt að hann sé reiðubúinn til að semja við félagið eftir enn eitt vonbrigðatímabilið.


Athugasemdir
banner