Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Erlendur leikmaður í íslenska liðið? - Gæti alveg sætt mig við Putellas
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir EM
Icelandair
Putellas er ofboðslega góð.
Putellas er ofboðslega góð.
Mynd: EPA
Lauren Hemp.
Lauren Hemp.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder eru góðar vinkonur.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder eru góðar vinkonur.
Mynd: Getty Images
Ada Hegerberg, markamaskína.
Ada Hegerberg, markamaskína.
Mynd: Getty Images
Það styttist í Evrópumótið þar sem íslenska landsliðið verður í eldlínunni. Við fengum nokkra vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast landsliðinu okkar.

Við höldum áfram að birta þessar spurningar og svör sérfræðinganna við þeim. Núna er spurningin: Hvaða erlenda leikmann værir þú til í að sjá í íslenska liðinu?

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss
Það eru ansi margar geggjaðir leikmenn á þessu móti en ég held að ég myndi velja Vivienne Miedema í níuna hjá okkur.

Eiður Ben Eiríksson, þjálfari
Ég myndi líklegast velja Lauren Hemp. Hún er á þeim aldri að hún væri að fara spila 15 ár í viðbót og myndi smellpassa inn í íslenska liðið held ég.

Eva Björk Ben, RÚV
Það er úr mörgum að velja en verð að segja Alexia Putellas, fyrirliða Barcelona og Spánar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður
Pernille Harder.

Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari
Ég gæti alveg sætt mig við að hafa leikmann eins og Alexia Putellas frá Spáni í íslenska liðinu. Besti leikmaður FIFA og Meistaradeildar Evrópu segir allt sem segja þarf. Hún er sóknarsinnaður miðjumaður og skorar mikið. Ég held að við gætum alveg nýtt okkur þannig leikmann.

Ingunn Haraldsdóttir, KR
Hægri bakvörðurinn Lucy Bronze væri ansi fín viðbót í varnarlínuna en held ég velji samt hina frönsku Marie-Antoinette Katoto. Markamaskína sem enginn mun gleyma eftir þetta Evrópumót, er ég hrædd um.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar
Ada Hegerberg.

Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Ég ætla að fá að vera hlutdrægur og stinga upp á enskum leikmanni: Lauren Hemp úr Manchester City. Hún er bara 21 árs en er búin að vera valin besti ungi leikmaðurinn á Englandi síðustu fjögur árin. Það segir margt og mikið. Hún er svo spennandi leikmaður út á vængnum, hún fær boltann og keyrir á varnarmanninn. Hún getur farið í báðar áttir, er leikin, er snögg og getur klárað. Við þurfum fleiri spennandi leikmenn sem eru góðar á boltann á Íslandi.

Orri Rafn Sigurðarson, fréttamaður
Tvær sem koma til greina. Ég er mesti Pernille Harder maður sem þú finnur, það er alvöru drottning sem gæti gert fullt fyrir Íslenska liðið. Putellas er svo leikmaður númer tvö. Hún er ekkert eðlilega góð; eiginlega óþolandi góð.

Sandra María Jessen, Þór/KA
Þetta er erfið spurning. Ætli ég myndi ekki velja einhvern striker, einhvern sem að staðsetur sig alltaf vel i boxinu og kemur boltanum í netið. Mitt val væri Lea Schüller, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins.

Sjá einnig:
Hvaða þrír leikmenn eru mikilvægastir í okkar liði?
Hver er líklegust til að svindla í spilum?
Hefur þú trú á Steina sem landsliðsþjálfara?
Hverjar færu með á eyðieyjuna? - Myndi éta orm vafinn í laufblað

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner