Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 11:45
Kári Snorrason
„Titlaður Snorri þjáningabróðir í símaskránni minni“
Snorri Steinn og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.
Snorri Steinn og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum báðir landsliðsþjálfarar og þá þarftu að hafa þykkan skráp.“
„Við erum báðir landsliðsþjálfarar og þá þarftu að hafa þykkan skráp.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara í handbolta, vera þjáningarbróður sinn.

Sem landsliðsþjálfarar fá þeir lítinn tíma með leikmönnum, mikla gagnrýni og segir Arnar þeir þurfa að hafa þykkan skráp.

Arnar mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net og sagði frá því að Snorri Steinn mætti í Laugardalinn í höfuðstöðvar KSÍ fyrir um nokkrum vikum og ræddu þeir þjáningabræður þar saman.

„Snorri kom til okkar í KSÍ fyrir þremur, fjórum vikum síðan. Það var mjög gaman að spjalla við hann. Í símaskránni minni er hann titlaður Snorri þjáningabróðir. Við erum báðir landsliðsþjálfarar og þá þarftu að hafa þykkan skráp,“ sagði Arnar léttur og hélt áfram.

Við ræddum um taktík og tölfræði. Handboltinn er kannski kominn aðeins skemur en fótboltinn. Snorri er mjög framarlega og vill gera meira, þannig að ég er spenntur fyrir hverjum einasta handboltaleik núna.“


Arnar þarf ekki að bíða lengi eftir næsta leik en Snorri Steinn og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu verða í eldlínunni í dag er þeir mæta Sviss klukkan 14:30.

Um er að ræða þriðja leik Íslands í milliriðli Evrópumótsins.
Útvarpsþátturinn - Arnar Gunnlaugs og Eyjó Héðins
Athugasemdir
banner