Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 10:52
Kári Snorrason
Bart Kooistra á leið í Aftureldingu
Lengjudeildin
Kooistra skoraði tvö mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Kooistra skoraði tvö mörk í tíu leikjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Mynd: HK
Hollenski framherjinn Bart Kooistra er að ganga í raðir Aftureldingar samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kooistra er 24 ára stór og stæðilegur framherji sem lék með HK síðasta sumar. Hann kom við sögu í 10 leikjum í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk.

Hann kom til Íslands frá D-deildar liðinu Harkemase Boys í heimalandinu. Þar á undan var hann í rúm fjögur ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Kooistra á kærustu hérlendis og var búsettur hér á landi þrátt fyrir að vera samningslaus í vetur.

Afturelding mun leika í Lengjudeildinni á komandi tímabili eftir að hafa fallið úr Bestu deild karla á síðustu leiktíð.

Athugasemdir
banner
banner