Búist er við að Youri Tielemans, miðjumaður Aston Villa, verði frá í um tvo mánuði eftir að hafa meiðst í ökkla í leik liðsins gegn Newcastle um helgina.
Meiðsli hafa herjað á miðjumenn liðsins en fyrirliðinn John McGinn meiddist á hné í síðustu viku og er búist við að hann verði frá í um sex vikur.
Meiðsli hafa herjað á miðjumenn liðsins en fyrirliðinn John McGinn meiddist á hné í síðustu viku og er búist við að hann verði frá í um sex vikur.
Þá er talið að Boubacar Kamara verði ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst á hné í leik gegn Tottenham fyrr í mánuðinum.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, horfir til þess að styrkja miðjuna í kjölfar meiðsla leikmannana. Douglas Luiz er sagður líklegur til að snúa aftur til Birmingham frá Juventus á næstu dögum.
Athugasemdir




