Neal Maupay, fyrrum framherji Everton, Brighton og Brentford, er á leið til Sevilla frá Marseille.
Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé á leið í læknisskoðun hjá spænska liðinu í dag.
Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé á leið í læknisskoðun hjá spænska liðinu í dag.
Hann kemur á láni með sex milljón evra kaupmöguleika sem Sevilla þarf ekki að nýta sér.
Maupay er 29 ára gamall franskur framherji en hann gekk til liðs við Marseille frá Everton sumarið 2024 á láni en hann var keyptur til liðsins í fyrrasumar.
Í janúar í fyrra kom hann sér í fréttirnar fyrir skrif sín á X en þar skrifaði hann: „Þegar ég á slæman dag skoða ég bara úrslitin í leikjum Everton og brosi," en þetta skrifaði hann eftir 2-0 tap Everton gegn Nottingham Forest.
Hann hefur aðeins skorað 5 mörk í 27 leikjum í búningi Marseille og hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik á þessu tímabili.
Athugasemdir




