Það voru blendnar tilfinningar hjá Daniel Farke, stjóra Leeds, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Everton á útivelli í gær.
Leeds var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og var með verðskuldaða forystu en dæmið snerist við í seinni hálfleik og Everton jafnaði verðskuldað.
Leeds var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og var með verðskuldaða forystu en dæmið snerist við í seinni hálfleik og Everton jafnaði verðskuldað.
„Þetta eru góð úrslit fyrir nýliða. Það er erfitt að koma á heimavöll Everton, sérstaklega þegar þeir spiluðu vel í seinni hálfleik. Þetta er svolítið svekkjandi þar sem við vorum ekki langt frá því að vinna," sagði Farke.
„Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik. Leyfðum þeimekki að fá færi og við áttum að skora annað mark. Við áttum að drepa leikinn í fyrri hálfleik."
Athugasemdir





