Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 19:07
Elvar Geir Magnússon
Segir að nýliðinn hafi sett fordæmi fyrir aðra dómara
Hallam fór í skjáinn en hélt sér við sína ákvörðun.
Hallam fór í skjáinn en hélt sér við sína ákvörðun.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikla athygli vakti þegar dómarinn Farai Hallam hélt sér við sína ákvörðun þrátt fyrir að hafa verið sendur í VAR skjáinn í leik Manchester City gegn Wolves um liðna helgi.

Darren England var VAR dómari í leiknum og taldi að City hefði átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendi Yerson Mosquera, leikmanns Wolves, nálægt olnboga hans.

Hallam, sem var að dæma sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, skoðaði atvikið aftur í VAR skjánum en hélt sér við fyrri ákvörðun og dæmdi ekki vítaspyrnu. Hann er fyrsti dómarinn á tímabilinu sem stendur við ákvörðun sína varðandi víti þrátt fyrir að hafa verið sendur í skjáinn.

Chris Foy, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hrósar Hallam í pistli í Guardian og er sammála ákvörðun hans. Hann segir að Hallam hafi sett fordæmi fyrir aðra dómara með því að standa við ákvörðun sína. Darren Cann, fyrrum aðstoðardómari í deildinni, tekur í sama streng í viðtali við BBC.

„Þetta var án nokkurs vafa rétt ákvörðun. Dómarinn tók frábæra og hugrakka ákvörðun með því að láta ekki hafa áhrif á sig. Boltinn fór í hendi Yerson Mosquera af mjög stuttu færi og hendin var ekki í ónáttúrulegri stöðu," segir Cann.

Hallam er 32 ára gamall og hefur stokkið hratt upp stigann í ensku dómgæslunni en hann lék sjálfur fótbolta þegar hann var yngri og var í akademíu Stevenage.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir