Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarni Páll í Fram og Viktor Freyr framlengir (Staðfest)
Mynd: Fram
Bjarni Páll Linnet Runólfsson hefur skrifað undir samning við Fram en hann gengur til liðs við félagið frá Aftureldingu. Hann skrifar undir samning út árið 2027.

Hann er fjölhæfur leikmaður sem er uppalinn hjá Víkingi. Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur einnig leikið með Þrótti og HK. Hann hefur alls spilað 207 leiki á meistaraflokksferlinum og skorað átta mörk.

Þá hefur Viktor Freyr Sigurðsson skrifað undir nýjan samning við Fram sem gildir út árið 2028.

Viktor gekk til liðs við Fram fyrir síðasta tímabil frá uppeldisfélaginu Leikni. Hann kom við sögu í 29 leikjum í deild og bikar síðasta sumar. Íslandsmeistarar Víkings reyndu að kaupa Viktor í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner