Fyrirliði Manchester United skoðar stöðu sína, Bæjarar vilja halda Kane og sóknarmaður Everton er á blaði hjá Juventus. Hér er allt helsta slúðrið á einum stað.
Bruno Fernandes (31) íhugar framtíð sína hjá Manchester United. Hann vill sjá hver verður ráðinn stjóri til frambúðar og gerir sér grein fyrir því að næsti samningur verður síðasti stóri samningur hans á ferlinum og hann þarf að fá mjög vel greitt. Núgildandi samningur er til 2027, með möguleika á árs framlengingu. (Mirror)
Bayern München hefur staðfest að félagið sé að ræða við enska sóknarmanninn Harry Kane (32) um að framlengja samning hans. Kane hefur skorað 119 mörk í 125 leikjum fyrir Bæjara. (BBC)
Nottingham Forest hefur gert 35 milljóna punda tilboð í Jean-Philippe Mateta (35) sóknarmann Crystal Palace. Hinsvegar vill Palace 40 milljóna punda tilboð og er bara tilbúið að selja ef félagið fær inn mann í hans stað. (Athletic)
Juventus vill fá inn sóknarmann fyrir gluggalok og er Beto (27) hjá Everton einn af þeim sem félagið er með á blaði. (Gazzetta dello Sport)
Juventus hefur einnig áhuga á ítalska kantmanninum Federico Chiesa (28) hjá Liverpool og hollenska framherjanum Joshua Zirkzee (24) sem er hjá Manchester United. (Gazzetta dello Sport)
Franski sóknarmaðurinn Randal Kolo Muani (27), sem er hjá Tottenham á láni frá Paris St-Germain, er annar leikmaður sem Juventus hefur spurst fyrir um. (Fabrizio Romano)
Atletico Madrid ætlar að reyna að fá brasilíska miðjumanninn Ederson frá ítalska félaginu Atalanta. (AS)
Everton hefur hafnað tilboði frá Lazio í enska miðjumanninn Tim Iroegbunam (22). (Corriere dello Sport)
Enski varnarmaðurinn Jamal Lascelles (32) hjá Newcastle hefur fengið þau skilaboð að hann geti yfirgefið félagið ef rétta tækifærið býðst. (Chronicle)
Úlfarnir höfnuðu 6,9 milljóna punda tilboði Roma í norska vinstri bakvörðinn David Möller Wolfe (23). (Sky Sports)
Leicester City er í stjóraleit eftir að Marti Cifuentes var rekinn. Russell Martin fyrrum stjóri Southampton og Rangers, Gary Rowett fyrrum leikmaður Leicester og Derek McInnes stjóri Hearts eru orðaðir við starfið. (Football Insider/Mail)
Athugasemdir





