Sparkspekingurinn og fyrrum þjálfarinn, Sigurbjörn Hreiðarsson var fenginn til að velja landslið Bestu deildarinnar í tilefni þess að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson mun standa fyrir sambærilegu verkefni er Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik í lok febrúar.
Leikurinn er utan FIFA glugga og verður íslenski landsliðshópurinn að stórum hluta skipaður leikmönnum úr Bestu deildinni. Liðið og umsögn frá Sigurbirni má sjá hér fyrir neðan.
Í markinu er Fredrik Schram. Besti markmaðurinn í deildinni. Síðan tæki ég Höskuld Gunnlaugsson í hægri bakvörð. Reynsla,hugarfar og gæði. Í vinstri bakverði er Helgi Guðjónsson orka, hugafar, markheppni sem og frábær í fyrirgjöfum milli varnar og markmanns.
Í miðverði eru þeir Hans Viktor Guðmundsson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Ég er viss um að þetta miðvarðarpar myndi smellpassa saman.
Miðjuna skipa þeir Guðmundur Baldvin Nökkvason og Gylfi Þór Sigurðsson. Guðmundur er ofboðslega skemmtilegur leikmaður sem fengi Gylfa með sér, spennandi. Valdimar Þór Ingimundarson er þar fyrir framan með sín gæði.
Á hægri kanti er Jónatan Ingi Jónsson og á þeim vinstri Aron Sigurðarson. Hlaupageta og ofboðslegt boltajafnvægi. Sigurður Bjartur Hallsson leiðir línuna. Vinnusemin og líkamlegi styrkurinn nýtist liðinu með þessa tæknilega öflugu menn í kring.
Þetta er lið með hlaupagetu, leiksskilning, spyrnugæði á hæsta stigi. Ættum að geta refsað í föstum atriðum, hátt fótbolta IQ sem leiðir til þess að hægt er að aðlaga liðið að aðstæðum auðveldlega. Flestir vilja og geta fengið boltann.
Fyrri lið:
Hrafnkell Freyr Ágústsson


