Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Parma þegar liðið heimsótti Juventus í ítölsku deildinni í kvöld. Áslaug gekk til liðs við ítalska félagið frá Breiðabliki fyrir tveimur vikum síðan.
Áslaug byrjaði á bekknum í kvöld en hún kom inn á 68. mínútu. Juventus var þá 1-0 yfir og vann að lokum 3-0. Parma er í 10. sæti með 8 stig eftir 11 umferðir. Juventus er í 3. sæti með 20 stig eftir 11 umferðir.
Helgi Fróði Ingason var í byrjunarliði Helmond sem lenti í vandræðum gegn varaliði PSV í næst efstu deild í Hollandi.
PSV var komið með 2-0 forystu eftir sex mínútna leik. Þjálfari Helmond gerði tvöfalda breytingu eftir hálftíma leik og Helgi Fróði var annar þeirra sem var tekinn af velli.
PSV bætti tveimur mörkum við í seinni hálfleik og vann 4-0. Helmond er í 17. sæti með 25 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir




