Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 27. janúar 2026 09:10
Elvar Geir Magnússon
Carragher valdi sinn HM hóp fyrir England - Mainoo valinn en ekki Eze
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo er í hóp Carragher.
Kobbie Mainoo er í hóp Carragher.
Mynd: EPA
Það eru 140 dagar í HM og Jamie Carragher ákvað að bregða á leik í mánudagsþættinum á Sky Sports og valdi enska landsliðshópinn eins og hann væri ef hann væri þjálfarinn.

Kobbie Mainoo (Man Utd) og Jordan Henderson (Brentford) eru meðal manna sem fengu kallið frá Carragher.

Jude Bellingham (Real Madrid) var meðal fyrstu nafna á blað og þá segist Carragher vilja hafa stóra karaktera í hópnum og því séu leikmenn á borð við Harry Maguire (Man Utd) og Henderson valdir.

„Það er pláss fyrir Henderson í 26 manna hóp. Hann yrði ekki bara vegna fótboltahæfileika, hann gæti orðið ákveðin brú milli leikmanna og þjálfarateymisins," segir Carragher.

Hann velur Phil Foden (Man City) og Cole Palmer (Chelsea) báða í hópinn en segir að þeir geti þó ekki verið saman inni á vellinum á sama tíma. Ollie Watkins (Aston Villa) er svo valinn sem varaskeifa fyrir Harry Kane (Bayern München).

Ekkert pláss er fyrir Eberechi Eze (Arsenal), Kyle Walker (Burnley), John Stones (Man City) og Jarrod Bowen (West Ham) svo einhverjir séu nefndir.

England er í riðli með Króatíu, Gana og Panama og leikur sinn fyrsta leik þann 17. júní.

HM hópur Jamie Carragher

Markverðir: Jordan Pickford, Dean Henderson, James Trafford

Varnarmenn: Reece James, Lewis Hall, Luke Shaw, Tino Livramento, Trent Alexander-Arnold, Ezri Konsa, Marc Guehi, Trevoh Chalobah, Harry Maguire

Miðjumenn: Declan Rice, Jordan Henderson, Elliot Anderson, Kobbie Mainoo, Adam Wharton

Sóknarmenn: Harry Kane, Ollie Watkins, Bukayo Saka, Cole Palmer, Marcus Rashford, Anthony Gordon, Jude Bellingham, Morgan Rogers, Phil Foden
Athugasemdir
banner
banner