Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 15:45
Kári Snorrason
Helgi Kolviðs hættur störfum í Þýskalandi (Staðfest)
Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins frá 2016 til 2018.
Helgi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins frá 2016 til 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari hjá þýska félaginu Pfullendorf. Helgi greinir sjálfur frá þessu í færslu á Instagram og segir þar að það sé vegna annarra anna. Helgi er í starfi sem umsjónarmaður á stóru útivistarsvæði í Pfullendorf.

Félagið er í 6. efstu deild í Þýskalandi en Helgi hefur verið við stjórnvölinn hjá Pfullendorf frá því í mars, þar áður hafði hann verið yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

Liðið var í næst neðsta sæti deildarinnar með ellefu leikir eftir þegar Helgi tók við. En hann sneri slæmu gengi við og vann liðið átta leiki, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli undir stjórn Helga.

Pfullendorf situr nú í 7. sæti af sextán í Verbandsliga Südbaden eftir sextán leiki.

Helgi hóf atvinnumannaferilinn sinn hjá Pfullendorf árið 1995 og lauk honum einnig þar tólf árum síðar. Helgi var aðstoðarþjálfari liðsins eftir að hann hætti og tók svo við liðinu árið 2010.
Athugasemdir