Valgeir Lunddal Friðriksson hefur ekkert spilað með liði sínu D?sseldorf í Þýskalandi frá því að hann meiddist 27. september. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann fór af velli gegn Bochum í þýsku B-deildinni.
Valgeir hefur glímt við tvö meiðsli á síðustu mánuðum en hefur verið að æfa á fullu í tæplega tvær vikur og vonast eftir því að snúa á völlinn um næstu helgi.
Valgeir hefur glímt við tvö meiðsli á síðustu mánuðum en hefur verið að æfa á fullu í tæplega tvær vikur og vonast eftir því að snúa á völlinn um næstu helgi.
Hann meiddist fyrst á hæl, náði að snúa til baka en tognaði þá aftan í læri og er nú aftur mættur út á æfingavöllinn.
Valgeir er 24 ára hægri bakvörður sem Düsseldorf keypti frá Häcken fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann á að baki 16 A-landsleiki og er samningsbundinn þýska félaginu fram á sumarið 2028.
Düsseldorf situr í 16. sæti þýsku B-deildarinnar. Liðið er í fallhættu eftir að hafa endað í 6. sæti á síðasta tímabili.
Athugasemdir



