Girona 1 - 1 Getafe
0-1 Luis Vazquez ('59 )
1-1 Vitor Reis ('90 )
0-1 Luis Vazquez ('59 )
1-1 Vitor Reis ('90 )
Getafe er án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum eftir svekkjandi jafntefli gegn Girona í kvöld.
Luis Vazquez kom Getafe yfir eftir klukkutíma leik. Það stefndi í kærkominn sigur en Vitor Reis, lánsmaður frá Man City, bjargaði stigi fyrir Girona í blálokin.
Hann var kominn í fremstu víglínu og skoraði jöfnunarmarkið, þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, með skalla eftir fyrirgjöf frá Alex Moreno.
Reis er á láni frá Man City en Claudio Echeverri, sem gekk til liðs við Girona einnig á láni frá City, kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik þegar hálftími var til loka venjulegs leiktíma.
Getafe er í 17. sæti með 22 stig, stigi frá fallsæti. Girona er í 10. sæti með 25 stig.
Athugasemdir



