Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 09:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti Barcelona segir umboðsmann hafa svikið samkomulag
Dro Fernandez (til vinstri)
Dro Fernandez (til vinstri)
Mynd: EPA
Hinn 18 ára gamli Dro Fernandez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Paris St-Germain en félagið borgaði riftunarákvæði leikmannsins til að fá hann frá Barcelona.

Joan Laporta, forseti Barcelona, er ekki sáttur en búist var við því að miðjumaðurinn ungi myndi skrifa undir nýjan samning við Börsunga.

„Þetta er ekki ánægjuleg staða. Þetta kom á óvart því við vorum búnir að ná samkomulagi um aðra lausn þegar hann yrði 18 ára. Óvænt þá sagði umboðsmaður hans við okkur að hann gæti ekki fylgt því eftir sem við höfðum samþykkt munnlega," segir Laporta.

Leikmaðurinn ungi var með sex milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum en Fabrizio Romano greinir frá því að PSG borgi rúmlega 8 milljónir evra til að halda góðu sambandi milli félaganna.
Athugasemdir
banner