Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   mán 26. janúar 2026 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Thierno Barry sjóðandi heitur
Mynd: EPA
Everton 1 - 1 Leeds
0-1 James Justin ('28 )
1-1 Thierno Barry ('76 )

Everton fékk Leeds í heimsókn á Hill Dickinson-leikvanginn í Liverpoolborg í kvöld.

Gestirnir voru með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik. Dominic Calvert-Lewin var í fremstu víglínu hjá Leeds gegn sínum gömlu félögum og hann komst í góða stöðu snemma leiks en Jordan Pickford sá við honum.

Leeds náði forystunni eftir hálftíma leik. Anton Stach átti fyrirgjöf, Calvert-Lewin missti af boltanum en hann endaði hjá James Justin sem kom boltanum í netið.

Calvert-Lewin gat bætt öðru markinu við þegar hann fékk dauðafæri stuttu síðar en skaut í tréverkið.

Everton kom betur út í seinni hálfleikinn en Thierno Barry var mjög líflegur. Hann náði skoti á markið af miklu harðfylgi en Karl Darlow í marki Leeds sá við honum.

Stuttu síðar náði Barry að sigrast á Darlow. Hann fékk boltann fyrir markið og negldi honum upp í þaknetið og jafnaði metin fyrir Everton. Þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm deildarleikjum.

Fleiri urðu mörkin ekki. Everton er í 10. sæti með 33 stig. Leeds er í 16. sæti með 26 stig, sex stigum frá fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner