Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 10:29
Elvar Geir Magnússon
Douglas Luiz færist nær endurkomu til Villa
Douglas Luiz í leik með Aston Villa.
Douglas Luiz í leik með Aston Villa.
Mynd: EPA
Viðræður Aston Villa um að fá Douglas Luiz frá Juventus eru að þróast í rétta átt samkvæmt Sky Sports.

Unai Emery, stjóri Villa, vill fá miðjumann eftir meiðsli Boubacar Kamara og John McGinn.

Það eru átján mánuðir síðan Luiz yfirgaf Villa og fór til Juventus en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Juve og er núna á láni hjá Nottingham Forest.

Luiz, sem er 27 ára Brasilíumaður, hefur aðeins byrjað fimm úrvalsdeildarleiki og mögulegt er fyrir hann að skipta um lánsfélag.

Villa er jafnt Manchester City að stigum í 2.-3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðin eru fjórum stigum frá toppliði Arsenal.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir