Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
   mán 26. janúar 2026 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves hafnar tilboði Roma
Mynd: EPA
Greint var frá því í dag að Roma hugðist kaupa norska vinstri bakvörðinn David Möller Wolfe af Wolves en enska félagið hefur hafnað tilboði frá því ítalska.

Sky Sports greinir frá því að Wolves hafnaði 8 milljón evra tilboði í leikmanninn. Enska félagið telur að tilboðið sé hæðnislegt og ekki er búist við því að Roma muni koma með annað tilboð.

Wolfe gekk til liðs við Wolves frá AZ Alkmaar síðasta sumar en norski landsliðsmaðurinn hefur spilað 14 leiki á tímabilinu. Wolves situr sem fastast á botni úrvalsdeildarinnar og útlit fyrir að liðið muni falla.

Roma er að reyna styrkja sig í toppbaráttunni á Ítalíu en liðið er í 3. sæti, níu stigum frá toppliði Inter.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner