Júlíus Magnússon hefur yfirgefið herbúðir sænska félagsins Elfsborg á Spáni, þar sem liðið dvelur um þessar mundir í æfingaferð.
Hann lék æfingaleik með liðinu gegn danska félaginu AGF í gærdag en félagið greinir frá því í tilkynningu að persónulegar ástæður liggi að baki brottför hans.
Hann lék æfingaleik með liðinu gegn danska félaginu AGF í gærdag en félagið greinir frá því í tilkynningu að persónulegar ástæður liggi að baki brottför hans.
Júlíus missti systur sína, Agnesi Eir, sem varð bráðkvödd á heimili sínu þann 24. janúar.
Fótbolti.net vottar Júlíusi Magnússyni og fjölskyldu hans innilega samúð.
Athugasemdir


